fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Pressan

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni

Pressan
Mánudaginn 9. júní 2025 18:30

Það er ekkert grín þegar rauðvín sullast í föt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú ert rétt svo búin að hella rauðvíni í glasið þitt og berð það upp að munninum. En því miður eru það ekki bragðlaukarnir sem fá að njóta rauðvínsins góða, það er skyrtan þín sem fær það yfir sig. Að fá rauðvín á fötin sín er eitt það mest pirrandi sem fullorðið fólk getur lent í, að minnsta kosti þegar setið er til borðs og það er ekkert annað en viskastykki og smávegis örvænting sem er hægt að grípa til, til að reyna að fjarlægja rauðvínsblettinn.

En það er hægt að fjarlægja rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni.

Það sem gerir rauðvín svo erfitt viðureignar, þegar það lendir í fötum, eru náttúrulegu litarefnin í þrúgunum. Þau bindast hratt við trefjar í fatnaði og þegar þau hafa náð að festa sig, og sérstaklega ef þau ná að þorna, getur það virkað eins og bletturinn sé kominn til að vera að eilífu.

En þú þarft ekki að hlaupa og sækja Vanish blettaeyði því það eina sem þú þarft er sjóðandi vatn og smá hugvit. Aðferðin er svo einföld að það er eiginlega erfitt að trúa að hún virki en það gerir hún, sérstaklega ef rauðvínið hefur sullast á bómull eða hör.

Svona gerir þú:

Strekktu svæðið, sem bletturinn þekur, yfir hitaþolna skál eða vask.

Sjóddu vatn.

Helltu sjóðandi vatninu beint á blettinn.

Síðan fylgistu með hvernig bletturinn hverfur eða það verður að minnsta kosti mun auðveldara að fjarlægja hann.

Hitinn gerir að verkum að litarefnið sleppir takinu á trefjunum og hreyfing vatnsins skolar litnum í burtu áður en hann nær að festast alveg. Það þarf því að bregðast hratt við, því þeim mun lengur sem bletturinn fær að standa óhreyfður, þeim mun erfiðara verður að fjarlægja hann.

Þetta ráð virkar vel á sterk efni á borð við gallaefni, skyrtur og bómullardúka en ekki nota hana ef það sullast í silki, ull eða gerviefni sem þola ekki mikinn hita. Í þeim tilfellum er hætta á að þú valdir meira tjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá hluta af heila sonar síns á jörðinni eftir hræðilegt slys – Læknar sögðu fjölskyldunni að kveðja

Sá hluta af heila sonar síns á jörðinni eftir hræðilegt slys – Læknar sögðu fjölskyldunni að kveðja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“