fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

„Brostið-hjarta“ heilkennið fer verr með karla en konur

Pressan
Laugardaginn 7. júní 2025 16:30

Hjartaáfall er ekkert grín. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlar deyja mun oftar en konur af völdum „brostið-hjarta“ heilkennisins en það kemur fram við geðrænt eða tilfinningalegt áfall, meðal annars við ástarsorg.

Það er ekki nóg með að þessi tilfinningalegi sársauki sé mjög slæmur, „brostið-hjarta“ heilkennið getur beinlínis verið hættulegt heilsunni miðað við niðurstöður vísindarannsókna. ScienceAlert skýrir frá þessu.

Eldri rannsóknir frá Bandaríkjunum hafa bent til að dauðsföll meðal karla séu rúmlega tvöfalt fleiri en hjá konum af völdum „brostið-hjarta“ heilkennisins. Þess vegna hefur þeirri spurningu verið ósvarað hvort tilfinningalegt álag sé einfaldlega hættulegra fyrir karla.

En samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Arizona, þá er önnur skýring á af hverju fleiri karlar en konur látast af völdum heilkennisins.

Vísindamennirnir greindu tölur frá 199.890 bandarískum sjúklingum á árunum 2016-2020.

Niðurstöður þeirra eru að þrátt fyrir að konur fái oftar „brostið-hjarta“ heilkennið, þá deyja fleiri karlar af völdum þess. Nánar tiltekið deyja 11,2% karla af völdum heilkennisins en hjá konunum er hlutfallið 6,5%.

Áður hafði verið talið að muninn á dánartíðninni mætti rekja til þess að hjarta karla sé viðkvæmara fyrir andlegu álagi en hjarta kvenna.

Niðurstöður nýju rannsóknarinnar benda til að karlar fái heilkennið oftar vegna líkamlegs álags, til dæmis eftir skurðaðgerð eða vegna sýkingar. Sem sagt ekki í tengslum við ástarsorg.

Vísindamennirnir velta einnig fyrir sér hvort hormónasamsetningin hjá körlum geri þá viðkvæmari fyrir heilkenninu.

Óháð því hvort þessi nýja kenning er rétt, þá vonast vísindamennirnir til að rannsókn þeirra verði til þess að auka þekkinguna á heilkenninu svo það verði betur hægt að greina það og meðhöndla í framtíðinni.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of the American Heart Association.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána