fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Trump sár og ætlar að losa sig við rauðu Tesluna

Pressan
Föstudaginn 6. júní 2025 14:17

Þegar allt lék í lyndi á milli Trump og Musk. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður ætla að selja eða gefa rauða Teslu sem hann keypti af Elon Musk í mars síðastliðnum.

CNN greinir frá þessu og hefur eftir heimildum sínum.

Mynd var tekin af Musk og Trump við Hvíta húsið þann 11. mars þar sem Trump settist upp í forláta Teslu S-bifreið. Þetta gerði Trump til að sýna vini sínum stuðning en kallað hafði verið eftir sniðgöngu á ökutæki frá Teslu vegna hegðunar Musk.

Trump sýndi Musk aftur á móti stuðning og sagðist ætla að kaupa bifreiðina af Musk.

Það hefur heldur betur slest upp á vinskapinn hjá þeim síðustu daga og miðað við skotin sem gengið hafa á milli á samfélagsmiðlum eru þeir í dag svarnir óvinir.

Bifreiðin stóð á lóð Hvíta hússins í morgun en að sögn ætlar Trump annað hvort að selja bifreiðina eða gefa hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána