fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið líkið af Pheobe Bishop

Pressan
Föstudaginn 6. júní 2025 10:30

Lögregla er búin að finna lík í leitinni að Pheobe.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja sig hafa fundið líkið af Pheobe Bishop, breskri táningsstúlku, sem saknað hefur verið í Queensland í Ástralíu í þrjár vikur.

Greint var frá því í gær að tveir hefðu verið handteknir vegna gruns um morð á henni, James Wood og Tanika Bromley sem bæði eru á fertugsaldri.

Þau kynntust Bishop, sem var 17 ára, nokkrum vikum áður en hún hvarf og buðu henni að flytja inn á heimili sitt. Þann 15. maí áttu Wood og Bromley að skutla ungu stúlkunni upp á flugvöll, en Bishop skilaði sér aldrei í flugið.

Ástralskir og breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að líkið hefði fundist skammt frá þeim stað sem Pheobe sást síðast á. Enn á eftir að bera formlega kennsl á líkið.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun DV í gær um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána