fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Íranar hengdu mann sem var sakaður um njósnir fyrir Ísrael

Pressan
Föstudaginn 6. júní 2025 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var nýlega hengdur í Íran en hann var sakaður um að hafa njósnað fyrir Ísrael og að hafa látið Ísraelsmönnum leynilegar upplýsingar í té.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Pedram Madani hafi verið hengdur eftir að hæstiréttur Íran staðfesti dauðadóm yfir honum.

Ríkisfréttastofan IRNA segir að Madani hafi farið til Ísrael þar sem hann hitti útsendara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad. Hann hafi afhent þeim leynilegar upplýsingar um innviði í Íran þar sem mikilvægur tækjabúnaður sé geymdur.

Segir IRNA að Madani hafi fengið greitt fyrir upplýsingarnar í erlendum gjaldmiðlum og rafmynt.

Hann er einnig sagður hafa hitt útsendara Mossad í ísraelska sendiráðinu í Belgíu.

Madani var handtekinn 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána