fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Heimila sölu á bjarndýrakjöti

Pressan
Föstudaginn 6. júní 2025 06:30

Bráðum getur fólk gætt sér á brúnbjarnakjöti. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúnbirnir eru friðaðir í ríkjum Evrópusambandsins en þrátt fyrir það gæti brúnbjarnakjöt fljótlega verið fáanlegt í kjötborðum verslana í Slóvakíu. Ástæðan er að ríkisstjórn landsins hefur samþykkt áætlun um að heimila sölu á bjarndýrakjöti.

BBC skýrir frá þessu og segir að dýraverndurnarsinnar og stjórnarandstaðan gagnrýni þessi áform harðlega.

Ríkisstjórnin samþykkti í apríl áætlun um að heimila að fjórðungur þeirra 1.300 brúnbjarna, sem lifa í landinu, verði skotinn. Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar nokkurra banvænna árása bjarndýra á fólk.

Nú gengur ríkisstjórnin enn lengra og ætlar að heimila að kjötið af dýrunum verði selt og er það gert til að koma í veg fyrir að það fari til spillis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána