fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

250 milljónir býflugna sluppu þegar flutningabíll valt

Pressan
Föstudaginn 6. júní 2025 16:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

250 milljónir býflugna sluppu úr flutningabíl sem valt á þjóðvegi í Washington ríki í Bandaríkjunum á föstudaginn. Óhappið átti sér stað nærri Lynden, sem er nærri kanadísku landamærunum, þegar bílstjórinn misreiknaði sig í beygju.

Lögreglan sendi strax út aðvörun og varaði fólk við að koma nærri vettvangi þar sem á þriðja hundrað milljónir býflugna væru á sveimi.

Býflugur eru mikilvægar fyrir bandaríska matvælaiðnaðinn og eru oft fluttar á milli staða til að sjá um frjóvgun á ökrum landsins.

Fjöldi býflugnabænda kom á vettvang til að aðstoða viðbragðsaðila við að fanga býflugurnar og koma þeim aftur í bú þeirra.

Lögreglan segir að tekist hafi að bjarga miklum fjölda býflugna en þó ekki öllum.

Um hunangsflugur er að ræða en þær eru ekki „eðlilegur“ hluti af bandarísku dýralífi en gegna samt sem áður mjög mikilvægu hlutverki við frjóvgun á ökrum landsins að sögn Sky News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána