fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Endaði í handjárnum eftir misheppnaðan hrekk – Sjáðu myndbandið

Pressan
Fimmtudaginn 5. júní 2025 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig að fara varlega þegar framkvæma á hrekki á saklausum vegfarendum.

Þessu fékk TikTok-notandi að kynnast í miðborg Lundúna fyrir skemmstu þegar hann endaði í handjárnum eftir hrekk sem kallaður hefur verið Apple Pay-hrekkurinn.

Þeir sem eru með Apple-síma eða Apple-snjallúr geta borgað fyrir vörur eða þjónustu með snjalltækjunum. Þegar greiðsla fer fram heyrist hljóð sem eigendur þessara tækja ættu að kannast við.

Þetta gerði fyrrnefndur TikTok-notandi þegar hann gekk upp að vegfaranda með símann sinn, lagði hann að úri sem viðkomandi var með og í kjölfarið heyrðist „ding“ – eins og greiðsla hefði farið fram.

Svo var þó ekki en vegfarandinn taldi að um einhvers konar svik hefði verið að ræða. Reyndi hann að stöðva för hrekkjalómsins og í kjölfarið kom aðvífandi óeinkennisklæddur lögregluþjónn sem setti ódáminn í handjárn.

Ekki liggur fyrir hvort einhverjir eftirmálar hafi orðið af þessu en myndbandið, sem birtist á vef Daily Mail, má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána