fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Mikið drama hjá Heineken – Misstu yfirráðin yfir brugghúsum

Pressan
Þriðjudaginn 24. júní 2025 07:30

Heineken missti brugghúsin í hendur uppreisnarmanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega 100 ár hefur hollenski bjórframleiðandinn Heineken bruggað bjó í Afríkuríkinu sem nú heitir Lýðstjórnarlýðveldi Kongó. En nú er bjórframleiðandinn í vanda því fyrirtækið neyddist til að kalla allt starfsfólk sitt úr brugghúsum í bæjunum Bukavu og Goma í austurhluta landsins.

Þetta neyddist fyrirtækið til að gera eftir að vopnaðir uppreisnarmenn tóku brugghúsin á sitt vald. Heineken skýrir frá þessu í fréttatilkynningu.

Fyrirtækið segist ekki hafa haft yfirráð eða stjórn á brugghúsunum síðan 12. júní síðastliðinn. Ekki sé hægt að starfrækja þau á ábyrgan og öruggan hátt lengur. Það sé mikilvægast fyrir fyrirtækið að tryggja öryggi og vellíðan starfsfólks og því hafi allt starfsfólk yfirgefið brugghúsin. Fyrirtækið muni áfram styðja fjárhagslega við starfsfólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum