fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

Margir stolnir iPhone hafa verið staðsettir í sömu byggingunni

Pressan
Föstudaginn 20. júní 2025 07:00

iPhone símar virðast margir hverjir enda í sömu byggingunni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daglega verða margir fyrir því að iPhone símum þeirra er stolið enda eru þeir mjög eftirsóttir á svartamarkaðnum um allan heim. Ef þú ert meðal þeirra óheppnu, sem hefur misst iPhone í hendur þjófa, þá eru töluverðar líkur á að síminn þinn sé nú í sömu byggingu og mörg þúsund aðrir iPhone sem hefur verið stolið víða um heiminn.

Það er hægt að koma í veg fyrir að þjófar fái aðgang að stolnum síma og tekur það aðeins nokkrar sekúndur en því fer fjarri að allir hugi að þessum þætti.  Það er því ólíklegt að maður sjái símann sinn aftur ef honum er stolið, sérstaklega ef haft er í huga hvar flestir þeirra virðast enda.

Flestir iPhone eru framleiddir í Kína og „góðu fréttirnar“ eru kannski þær að stolnir símar „fara heim“, að minnsta kosti mjög margir þeirra. Financial Time segir að margir stolnir símar hafi verið staðsettir í sömu byggingunni í Shenzhen í Kína og er hún stundum nefnd „bygging hinna stolnu iPhone“.

Tekið er dæmi um iPhone eiganda sem varð fyrir því að símanum var stolið úr hönd hans á götu úti. Hann gat síðan fylgst með 10.000 km ferðalagi símans til umræddrar byggingar. Þar er boðið upp á viðgerðir og uppfærslur á farsímum.

Þegar síminn var kominn á áfangastað stillti eigandinn símann á „stolinn eða tapaður“ sem gerir hann ónothæfan. Í kjölfarið bárust honum hótanir: „Gamli iPhone síminn þinn er endurnýttur af okkur. Við stundum bara viðskipti með notaðar vörur og erum ekki þeir sem stálu símanum þínum,“ sagði meðal annars í skilaboðunum til mannsins.

„Ef þú opnar ekki símann, þá verða gömlu grunnkort símans seld öðrum sem munu kannski brjótast inn í símann þinn, stela greiðslukortaupplýsingum eða hafa samband við fjölskylduna þína. Við ráðleggjum þér því að þú opnir símann eins skjótt og hægt er svo við getum endurskapað verksmiðjustillingarnar og eytt öllum gögnum,“ fylgdi einnig með í skilaboðunum.

Þetta er auðvitað bara tilraun til að blekkja fólk, því miður falla margir fyrir þessu, því það er ekki hægt að stela persónulegum gögnum úr læstum iPhone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi