fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

„Stærsti skartgripaþjófnaðurinn“ í sögu Bandaríkjanna

Pressan
Fimmtudaginn 19. júní 2025 07:30

Þessi hringur er meðal þess sem stolið var.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö karlmenn frá Kaliforníu hafa verið ákærðir fyrir að hafa staðið á bak við „stærsta skartgripaþjófnað“ sögunnar í Bandaríkjunum. Þeir stálu gulli, eðalsteinum og lúxusúrum að verðmæti 100 milljóna dollara.

Þjófnaðurinn átti sér stað í San Francisco fyrir þremur árum og hefur verið mikil ráðgáta síðan. Þjófarnir stálu skartgripunum úr verðmætaflutningabíl þegar akstur hans var stöðvaður í Lebec í Kaliforníu. Annar öryggisvarðanna lagðist til svefns í bílnum en hinn fór að fá sér að borða.

Þjófarnir stálu 24 pokum úr bílnum en í þeim voru skartgripir, eðalsteinar og lúxusúr. BBC skýrir frá þess og segir að í ákærunni komi ekki fram hvernig þjófunum tókst að komast inn í verðmætaflutningabílinn.

Hins vegar kemur fram að einn hinna ákærðu hafi fylgst með skartgripasýningu nærri San Francisco í nokkra daga 2022 og hafi síðan í félagi við félaga sína stolið pokunum 24 úr bílnum snemma að morgni 11. júlí 2022.

Þeir eltu bílinn tæplega 500 kílómetra frá San Mateo til Lebec. Þar stálu þeir pokunum sem innihéldu skartgripi, eðalmálma og lúxusúr að verðmæti um 100 milljóna dollara.

Þjófarnir notuðu engin vopn.

Hluti af þýfinu fannst þegar húsleitir voru gerðar á mánudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum