fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Stærsti vinningur sögunnar gekk út í gær – vann 35 þúsund milljónir

Pressan
Miðvikudaginn 18. júní 2025 08:40

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti vinningur sögunnar í EuroMillions-lottóinu gekk út í gærkvöldi þegar heppinn miðaeigandi frá Írlandi var með allar tölurnar réttar.

Fær hann í sinn hlut 208 milljónir punda, eða rétt rúma 35 milljarða króna. Í júlí 2022 vann heppinn miðaeigandi á Bretlandseyjum 195 milljónir punda og var það stærsti vinningur sögunnar þar til í gærkvöldi.

Lukkutölurnar að þessu sinni voru 13, 22, 23, 44 og 49 og bónustölurnar voru 3 og 5. Potturinn getur ekki farið yfir 35 milljarða króna og eru nokkrar vikur síðan hann náði hámarki sínu.

Frekari upplýsingar um vinningshafann liggja ekki fyrir en hann hefur 180 daga til að vitja vinningsins.

Níu þjóðir taka þátt í EuroMillions-lottóinu en það eru Austurríki, Belgía, Frakkland, Írland, Lúxemborg, Portúgal, Spánn, Sviss og Bretland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum