fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Segja mannfall norðurkóreska hersins í Rússlandi gríðarlegt

Pressan
Miðvikudaginn 18. júní 2025 06:30

Mynd sem Úkraínumenn birtu af norður-kóreskum hermanni á vígstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóreski herinn varð fyrir gríðarlegu mannfalli í Kúrsk-héraðinu í Rússlandi þar sem norðurkóreskir hermenn börðust við hlið rússneskra gegn úkraínskum hermönnum.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins á milli Rússlands og Úkraínu.

Segir ráðuneytið að líklega hafi rúmlega 6.000 norðurkóreskir hermenn fallið í Kúrsk. Rússum tókst, með aðstoð norðurkóreskra hermanna, eftir mikinn barning að ná þeim hlutum héraðsins, sem Úkraínumenn voru með á valdi sínu, á sitt vald nýlega.

Mannfall Norður-Kóreu í héraðinu er gríðarlegt miðað við að 11.000 norðurkóreskir hermenn voru sendir til aðstoðar. Þetta þýðir að rúmlega helmingur hermannanna snýr ekki aftur heim lifandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum