fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Þetta eru klikkuðustu sögurnar um ástæður veikindatilkynninga fólks

Pressan
Laugardaginn 14. júní 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sængin er bara svo þung, augnlokin virðast vera límd saman og fæturnir virka eiginlega bara ekki. Mánudagsveiki á borð við þessa getur lagst á fólk alla daga vikunnar en hún á oft rætur að rekja til of stuttra helgarfría. Það þarf því að finna upp góða afsökun fyrir að tilkynna veikinda á vinnustaðnum. Þær eru örugglega oftast misgóðar og trúverðugar en sumar eru eiginlega klikkaðri en aðrar.

Hér á eftir nefnum við nokkrar klikkaðar afsakanir eða ástæður fyrir veikindatilkynningum til sögunnar en notendur Reddit skýrðu frá þessu í umræðum um þetta efni.

„Ég sagðist vera veikur en í raun var ég að fara að sækja fyrsta hvolpinn minn.“

„Ég tók veikindadag til að klára að horfa á Stranger Things á Netflix.“

„Ég kom í vinnu og fattaði að ég var í mismunandi skóm, einn brúnn og einn svartur. Ég sagðist vera með höfuðverk og fór heim.“

„Ég tilkynnti mig veika í gær og aftur í dag. Ég þurfti ekki að vera í veikindafríi i dag en ég vildi ekki taka áhættuna á að yfirmaðurinn minn teldi mig vera að skrópa í vinnu.“

„Hiksti! Vinnufélagar mínir gerðu grín að mér en mér leið ömurlega. Ég hafði verið með hiksta í rúman sólarhring. Ég gat ekki sofið og mér var svo illt í maganum sem herptist saman á hverri mínútu.“

„Ég var heima að leika við köttinn minn.“

„Óafvitandi borðaði ég fullan poka af hægðalosandi sælgæti. Þetta var skítaupplifun.“

„Ég átti engin hrein nærföt til að fara í þennan dag. Ég var því heima og þvoði tvær fullar vélar.“

„Ég var að stunda kynlíf með kærastanum mínum. Hann tók mig aftanfrá. Hann rann til og limurinn fór inn í endaþarminn. Ég hef aldrei verið hrifin af endaþarmsmökum svo mér brá mikið. Ég tilkynnti mig veika næsta dag því það blæddi aðeins en ég sagðist vera með bakverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu