fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Þessar matvörur veita þér orku á innan við hálftíma

Pressan
Laugardaginn 14. júní 2025 18:30

Egg eru stútfull af hollustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættu að fá þér kaffi og sykurvörur til að verða þér úti um orku. Það eru til önnur matvæli sem veita þér skjóta orku á náttúrulegan hátt.

Þreyttur? Orkulítill? Hausinn þungur skömmu eftir hádegi? Þetta hafa margir upplifað en í staðinn fyrir að fá sér kaffibolla eða eitthvað sætt til að takast á við þetta, þá er hægt að ná sér í náttúrulega orku með því að fá sér ákveðnar matvörur.

Meðal þeirra eru:

Bananar – Þeir eru orkustöng náttúrunnar. Fullir af  kolvetnum, kalíum og B6-vítamíni. Allt hjálpar þetta líkamanum að breyta mat í orku. Banani er fullkominn máltíð fyrir æfingu eða sem nasl á milli mála.

Egg – Egg færa okkur prótín og langvarandi orku. Harðsoðið egg færir okkur gæðaprótín og hollar fitur sem koma jafnvægi á blóðsykurinn og halda þér gangandi lengi. Það er frábært að borða egg að morgni eða í hádeginu.

Möndlur – Þessar litlu hnetur innihalda mikið af magnesíum, prótíni og góðum fitusýrum, sem örva orkunotkunina. 10-15 stykki er allt sem þarf.

Haframjöl – Hægfara orka sem virkar. Sambland af flóknum kolvetnum og trefjum gerir að verkum að orkan losnar hægt og bítandi úr læðingi. Bættu smávegis af ávöxtum og hnetum við og þú ert kominn með orkusprengju.

Grísk jógúrt með hunangi – Þetta er prótínríkur og mettandi matur sem inniheldur smávegis af náttúrulegum sykri sem færir þér skjóta orku. Þetta er fullkomið fyrir fund eða langan eftirmiðdag.

Epli með hnetusmjöri – Epli veita skjóta orku með náttúrulegum sykri en hnetusmjörið kemur jafnvægi á þetta með fitu og prótíni. Blandan færir þér hraða og viðvarandi orku.

Dökkt súkkulaði (minnst 70%) – Smávegis dökkt súkkulaði, einn eða tveir molar, geta aukið blóðflæðið og valdið kikki sem líkist koffínkikki. Súkkulaðið inniheldur einnig magnesíum og andoxunarefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu