fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Þessi maður er búinn að vinna þrisvar í lottóinu á innan við ári

Pressan
Fimmtudaginn 12. júní 2025 11:30

Sumir eru heppnari en aðrir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir kaupa lottó allt sitt líf og vinna ekkert nema nokkra hundraðkalla hér og þar en svo eru það menn eins og David Serkin sem getur ekki hætt að vinna þann stóra.

Síðan í ágúst síðastliðnum hefur hann unnið fyrsta vinning í þrígang í WCLC-lottóinu í Kanada. Hefur hann unnið samtals tæplega 230 milljónir króna í þessum þremur útdráttum. Áður en að þessu kom hafði hann einu sinni áður unnið þann stóra, en það var fyrir mörgum árum.

Hann fékk heppnina í lið með sér í ágúst í fyrra þegar hann vann 45 milljónir króna í lottóinu, í nóvember vann hann svo 91 milljón króna og í maí síðastliðnum vann hann svo aftur 91 milljón. Hann segist hafa keypt síðasta vinningsmiðann á bensínstöð skammt frá heimili sínu, greip hann miða með sér þegar hann fyllti á bílinn.

Það er ekki hægt að segja að líkurnar hafi verið með Serkin í liði og er bent á það í frétt NOW Toronto að líkurnar á vinningnum í ágúst í fyrra hafi verið einn á móti 33,3 milljónum.

Serkin segist hafa spilað í lottóinu frá árinu 1982, aðallega til gamans, en hann vann fyrst rúmar 22 milljónir króna fyrir rúmum áratug. Hann ætlar að fagna þessum síðasta vinningi með því að bjóða eiginkonunni með sér til Nýfundnalands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings