fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður

Pressan
Miðvikudaginn 11. júní 2025 07:00

Ivan og Alfredo Guzman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er til mikils að vinna fyrir þann sem veitir bandarískum yfirvöldum upplýsingar sem leiða til handtöku bræðranna Iván Archivaldo Guzmán Salazar og Jesus Alfredo Guzmán Salazar.

Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í vikunni að 20 milljónir dollara hefðu verið lagðar til höfuðs þeim, eða tíu milljónir dollara á haus.

Iván og Jesus eru 41 og 39 ára gamlir og eru þeir synir mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín „El Chapo“ Guzmán sem var leiðtogi Sinaloa-glæpagengisins. Hann var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017 og dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2019. Afplánar hann dóm sinn í Colorado.

Iván og Jesus eru í dag sagðir vera leiðtogar Sinaloa-klíkunnar sem er ein sú fyrirferðarmesta í heimi þegar kemur að smygli á fíkniefnum. Talið er að báðir bræðurnir séu búsettir í Mexíkó en ekki liggur fyrir hvar þeir dvelja.

Tammy Bruce, talskona utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, sagði við fjölmiðla á mánudag að yfirvöld væru að eltast við bræðurna vegna átaks til að sporna við útbreiðslu á fentanýli.

Tveir aðrir synir El Chapo, Joaquin Guzman Lopez og Ovidio Guzman Lopez, eru í fangelsi í Bandaríkjunum vegna fíkniefnasmygls, en talið er að þessir fjórir synir El Chapo hafi verið leiðtogar Los Chapitos, ofbeldisfullrar fylkingar innan Sinaloa-klíkunnar sem smyglað hefur miklu magni af fentanýli til Bandaríkjanna.

Í samtali við CBS News segir David Saucedo, öryggissérfræðingur í Mexíkó, að fjárhagsleg umbun hafi gefist Bandaríkjamönnum vel í baráttunni gegn glæpagengjum. Hvatinn fyrir einstaklinga innan glæpasamtakanna til að svíkja yfirmenn sína og fá vitnavernd sé mikill þegar um er að ræða stórar upphæðir eins og í þessu tilviki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings