fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Tekinn af lífi fyrir hryllilegan glæp árið 1994

Pressan
Miðvikudaginn 11. júní 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Flórída tóku í gærkvöldi af lífi hinn 54 ára Anthony Wainwright. Aftakan hófst klukkan 18:10 að staðartíma í gærkvöldi og var Anthony úrskurðaður látinn 12 mínútum síðar.

Hann var dæmdur til dauða fyrir morð og nauðgun á 23 ára móður tveggja ungra barna, Carmen Gayheart, í apríl 1994. Samverkamaður hans, Richard Hamilton, hlaut sama dóm en hann lést af náttúrulegum orsökum í fangelsi í janúar 2023.

Carmen var nemi í hjúkrunarfræði þegar hún var numin á brott fyrir utan verslun í Lake City.

Aðeins tveimur dögum áður höfðu Anthony og Richard flúið úr fangelsi í Norður-Karólínu þar sem þeir afplánuðu þunga dóma, Anthony 10 ára fangelsi fyrir innbrot en Hamilton 25 ára fangelsi fyrir vopnað rán. Daginn eftir flóttann stálu þeir bíl og brutust inn í hús þar sem þeir stálu meðal annars skotvopnum.

Þeir komu að Carmen fyrir utan verslun í Lake City þar sem hún var að raða innkaupapokum inn í bílinn. Stálu þeir bifreið Carmen og fóru með hana á afvikinn stað þar sem þeir nauðguðu henni. Að því loknu kyrktu þeir hana og skutu í höfuðið.

Lögreglumaður kom auga á þá daginn eftir og þegar hann hugðist handtaka kom til skotbardaga á milli þeirra. Það fór ekki betur en svo að Richard var skotinn í andlitið og Anthony í líkamann en báðir náðu þeir sér að fullu. Þar sem þeir voru á bifreið Carmen reyndist auðvelt fyrir lögreglu að tengja þá við glæpinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings