fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

R. Kelly vill afplána 30 ára dóm í stofufangelsi út af meintu feigðarflani stjórnsýslunnar

Pressan
Miðvikudaginn 11. júní 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn R. Kelly krefst þess að fá að afplána eftirstöðvar refsingar sinnar í stofufangelsi. Hann segir þetta spurningu um líf eða dauða enda hafi lögmenn hans gögn undir höndum sem bendi til þess að aðilar innan stjórnsýslunnar hafi reynt að fá aðra fanga til að ráða tónlistarmanninn af dögum.

R. Kelly afplánar nú 30 ára dóm fyrir barnaníð, mútugreiðslur, mansal og ólögmæta auðgun. Lögmenn tónlistarmannsins hafa lagt fram vitnisburð frá dauðvona fanga, Mikeal Glenn Stine, sem heldur því fram að embættismenn hafi lofað honum frelsi gegn því að myrða R. Kelly. Embættismennirnir hafi útskýrt að R. Kelly og lögmenn hans hefðu undir höndum upplýsingar sem til stæði að opinbera, en þetta væru gögn sem gætu komið sér illa fyrir tiltekna aðila. Stine þyrfti bara að myrða tónlistarmanninn en síðan myndi lögregla og ákæruvaldið sjá til þess að klúðra rannsókninni svo hann yrði aldrei sakfelldur. Þar með gæti Stine fengið að deyja frjáls. Stine ætlaði að taka þessu kostaboði en snerist svo hugur. Hann ákvað í staðinn að segja Kelly að fangelsismálastofnunin vildi hann feigan. Lögmaður Kelly segir að síðar hafi komið á daginn að feigðarflanið risti enn dýpra. Þegar ljóst varð að Stine ætlaði ekki að myrða tónlistarmanninn leituðu embættismenn til annars fanga. Sá var beðinn um að myrða bæði Kelly og Stine.

Lögmenn tónlistarmannsins segja ljóst að líf hans sé í hættu innan veggja fangelsisins. Því sé nauðsynlegt vegna öryggisjónarmiða að heimila tónlistarmanninum að afplána eftirstöðvar refsingarinnar í stofufangelsi á heimili sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings