fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Pressan

Pabbi Elon Musk opnar sig um deilur sonarins við Donald Trump

Pressan
Þriðjudaginn 10. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennan á milli Elon Musk, ríkasta manns heims, og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafði gerjast í nokkurn tíma áður en upp úr sauð á dögunum. Ástæðan er sú að báðir hafa verið undir miklu álagi að undanförnu.

Þetta segir Errol Musk, faðir Elon Musk, í samtali við fréttastofu Reuters.

Þeir félagar hnakkrifust á samfélagsmiðlum í síðustu viku og meðal annars hótaði Trump beinum aðgerðum gegn fyrirtækjum Musk. Auðkýfingurinn svaraði fyrir sig með því að gefa til kynna að án hans hefði Trump aldrei orðið forseti.

Þegar Errol var spurður hvort hann teldi að sonur hans hefði gert mistök með því að ráðast opinberlega að forsetanum sagði hann að stundum ætti fólk erfitt með að hugsa rökrétt í „hita augnabliksins“.

„Þeir hafa verið undir miklu álagi í fimm mánuði. Nú þegar allri andstöðu hefur verið rutt úr vegi og tveir einstaklingar eru eftir á vígvellinum, þá hafa þeir í raun bara eytt öllu – og nú eru þeir að reyna að eyða hvor öðrum – og þeir verða að hætta því,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvernig þessu myndi ljúka sagði hann: „Ó, þetta mun enda á góðum nótum – mjög fljótlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána

Rafmyntafjölskylda grípur til aðgerða í kjölfar mannrána