fbpx
Laugardagur 14.júní 2025
Pressan

Telja sig geta útrýmt leghálskrabbameini í Danmörku á næstu 15 árum

Pressan
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 18:30

Mynd: Kraftur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að búið verði að útrýma leghálskrabbameini í Danmörku innan 15 ára. Ef þetta gengur eftir, þá verður þetta fyrsta krabbameinstegundin sem er útrýmt í landinu.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að ekki er langt í að búið verði að útrýma leghálskrabbameini og 2040 gæti svo farið að svo fáar konur fái leghálskrabbamein að í raun verði talið að því hafi verið útrýmt.

B.T. segir að þetta komi fram í fréttatilkynningu frá dönsku krabbameinssamtökunum.  Haft er eftir Janne Bigaard, yfirlækni hjá krabbameinssamtökunum, að á sjöunda áratugnum hafi leghálskrabbamein verið þriðja algengasta krabbameinið hjá konum. Í dag sé það í þrettánda sæti.

Hún sagði að ástæðurnar fyrir fækkun tilfella séu meðal annars góð þátttaka í bólusetningu gegn því og góð mæting kvenna í leghálsskoðun. 89% 12 ára stúlkna þiggja nú HPV-bóluefni gegn leghálskrabbameini  en markmiðið er að koma hlutfallinu upp í 90%. 60% kvenna mæta í leghálsskoðun en markmiðið er að fá 70% þeirra til að gera það.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar telst leghálskrabbameini hafa verið útrýmt ef fjöldi tilfella er undir fjórum á hverjar 100.000 konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags