fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 12:00

Það er mikið til af fæðubótarefnum. Mynd:Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa tekið, eða taka, vítamínpillur eða fæðubótarefni í von um að styrkja líkamann, styrkja heilsufarið eða til að auka áhrif líkamsræktarinnar.

Í nýrri rannsókn voru vinsæl fæðubótarefni rannsökuð og niðurstaðan er líklega mikil vonbrigði fyrir marga sem eru að reyna að byggja upp vöðva.

Nettavisen segir að vísindamennirnir hafi rannsakað áhrif hins vinsæla kreatínsfæðubótarefnis á vöxt vöðvanna hjá þeim sem stunda líkamsrækt.

54 tóku þátt í rannsókninni og stunduðu líkamsrækt í 12 vikur. Helmingur þátttakendanna tók fimm grömm af kreatíni daglega, það er ráðlagt magn, en hinn helmingurinn tók ekki kreatín.

Þegar rannsókninni lauk hafði fólkið í báðum hópunum náð sama árangri hvað varðaði stærri vöðva, höfðu bætt á sig um tveimur kílóum að meðaltali.

Mandy Hagstrom, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að í rannsókninni hafi verið sýnt fram á að það hafi engin áhrif fyrir vöðvavöxt, þegar líkamsrækt er stunduð, að taka fimm grömm af kreatíni daglega.

Í fyrstu vikunni þyngdist fólkið í kreatínhópnum aðeins, sérstaklega konurnar, en vísindamennirnir segja að líklega hafi það verið vegna vökvasöfnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur