fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var það myndband sem sýndi venjulega Bandaríkjamenn við störf í textílverksmiðju og í dag er það myndband sem sýnir meðal annars Elon Musk og Donald Trump framleiða Nike-skó.

Sjá einnig: Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverskir netnotendur hafa keppst við að gera grín að tollastríði Bandaríkjanna, en eins og kunnugt er hafa Bandaríkin lagt yfir 100% toll á kínverskar vörur. Að sama skapi hafa Kínverjar hækkað tolla á bandarískar vörur stórlega.

Markmið Bandaríkjanna með þessum háu tollum er að hluta til að minnka viðskiptahallann, þar sem Bandaríkin flytja inn miklu meira en þau flytja út, en einnig að hvetja bandarísk fyrirtæki til að framleiða meira innanlands og þar með skapa störf í Bandaríkjunum.

Donald Trump hefur talað um að hann vilji framleiða meira í Bandaríkjunum, en á undanförnum áratugum hefur það færst í vöxt að vörur bandarískra fyrirtækja séu framleiddar í ódýrari löndum, Kína til dæmis. Á þetta til dæmis við um vörur frá Nike.

Myndbandið hér að neðan, sem búið er til með aðstoð gervigreindar, sýnir þá Trump og Musk sitja í verksmiðju Nike með öryggisgleraugu á nefinu þar sem þeir handleika skó og setja í þá reimar.

Hvort Trump og Musk muni einhvern tímann þurfa að taka að sér skóframleiðslu skal ósagt látið, en myndbandið hefur að minnsta kosti fengið einhverja til að brosa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur