Þróunarerfðafræðingurinn Mark Thomas hefur sett fram nokkur athyglisverð sjónarmið varðandi þróun mannanna næstu 1.000 árin.
Ein kenning gengur út á að fólk verði lágvaxnara í framtíðinni en nú er. Ástæðan getur verið að lágvaxið fólk eignast oft börn fyrr en það getur hugsanlega orðið til þess að erfðaefni, sem veldur því að fólk verður lágvaxnara, mun flytjast á milli kynslóða. En frekari rannsókna er þörf hvað varðar þessa kenningu en það er samt í lagi að hugleiða hvaða áhrif lífsstíll og þróun munu hugsanlega hafa á hæð fólks.
Robert Brooks, prófessor, hefur sett aðra athyglisverða kenningu fram en hún gengur út á að heilar okkar geti hugsanlega orðið minni með tímanum. Ástæðan er að eftir því sem tæknin gegnir sífellt stærra hlutverki í lífi okkar, þá höfum við ekki þörf fyrir eins stóran heila. Rannsóknir á kúm og hundum hafa sýnt að heili þeirra hefur minnkað.
Kenningar prófessoranna draga upp þá mynd að afkomendur okkar verði bæði lágvaxnari og síður greindir en við erum en á móti verða þeir hugsanlega myndarlegri.
En auðvitað er erfitt að spá fyrir um þróun mannkyns næstu 1.000 árin en líklega má ganga út frá því að við munum þróast í takt við þær breytingar sem eiga sér stað í samfélaginu.