fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
Pressan

Mikil reiði eftir að tveir menn voru hýddir fyrir að vera samkynhneigðir

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 07:30

Frá hýðingu í Indónesíu fyrir nokkrum árum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir háskólastúdentar voru handteknir í Ache í Indónesíu í nóvember eftir að nágrannar brutust inn í herbergi þeirra og komu að þeim nöktum í faðmlögum.

Sharía dómstóll í Aceh í Indónesíu fann mennina seka um að vera samkynhneigðir og dæmdi þá til opinberrar hýðingar. Eldri maðurinn var dæmdur til að þola 85 högg en sá yngri 80. Munurinn liggur í að eldri maðurinn var talinn hafa átt upptökin að kynferðislegu athæfi þeirra.

Tugir manna fylgdust með þegar mennirnir, sem eru 18 og 24 ára, voru hýddir í almenningsgarði.

Þetta var í fjórða sinn sem opinber hýðing fór fram í Ache eftir lagabreytingu 2006 þar sem sharíalög voru innleidd.

Mannréttindasamtök hafa brugðist illa við málinu, þar á meðal Amnesty International sem segir refsinguna vera „hryllilega mismunun“. Aldrei eigi að refsa fullorðnu fólki fyrir kynlífsathafnir ef viðkomandi hafi veitt samþykki sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning