fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Trump setur afarkosti: „Annars er þessu LOKIÐ fyrir ykkur“

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 09:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent liðsmönnum Hamas-samtakanna harðorða hótun um að sleppa öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi – hvort sem þeir eru lífs eða liðnir.

„„Shalom Hamas“ þýðir bæði halló og bless – Þið megið velja. Sleppið öllum gíslunum núna, ekki síðar, og skilið líkamsleifum þeirra sem þið myrtuð. Annars er þessu LOKIÐ fyrir ykkur,“ sagði Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gærkvöldi.

Bætti hann við að aðeins sjúkir og klikkaðir einstaklingar myndu hafa lík í haldi. „Og þið eruð sjúkir og klikkaðir. Ég ætla að senda Ísraelsmönnum allt sem þeir þurfa til að ljúka verkefninu. Ekki einn einasti liðsmaður Hamas verður öruggur ef þið gerið ekki það sem ég segi,“ sagði hann.

Trump bætti við að hann hefði hitt einstaklinga sem hefðu verið í haldi Hamas, einstaklinga sem samtökin hafa eyðilagt á líkama og sál. „Þetta er ykkar síðasta viðvörun,“ sagði hann og hvatti leiðtoga Hamas til að yfirgefa Gasa ekki seinna en strax.

Hann beindi svo orðum sínum til óbreyttra borgara og sagði að „falleg framtíð“ bíði þeirra. „En ekki ef þið haldið gíslum. Ef þið gerið það, eruð þið DAUÐ. Takið RÉTTA ákvörðun.“

Í gær var greint frá því að bandarísk stjórnvöld ættu í leynilegum viðræðum við Hamas um lausn bandarískra ríkisborgara sem eru í haldi samtakanna. Vitað er til þess að einn bandarískur ríkisborgari sé í haldi samtakanna og á lífi, hinn 21 árs gamli Edan Alexander.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning