fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Norðurkóreskir hakkarar stóðu á bak við stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 06:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins nokkrum mínútum tókst norðurkóreskum tölvuþrjótum að reka smiðshöggið á stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar. 1,5 milljarða dollara höfðu þeir upp úr krafsinu.

Þeir stálu þessu frá rafmyntamarkaðnum Bybit nýlega. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en þeim tókst að stela allt síðasta ár. Þetta er mat TRM Labs.

„Við höfum aldrei áður séð neitt af þessari stærðargráðu,“ sagði Nick Carlsen, fyrrum greinandi hjá FBI og núverandi starfsmaður TRM Labs, í samtali við CNN. Hann sagði það mikið áhyggjuefni hversu færir norðurkóresku hakkararnir séu í að stela svona háum fjárhæðum.

TRM Labs telur þetta stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar.

Suðurkóresk yfirvöld segja að stór hluti af peningunum verði notaður í kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning