fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Vendingarnar í máli Émile litla – Lögregla hleraði símana mánuðum saman

Pressan
Miðvikudaginn 26. mars 2025 14:30

Émile. Mynd: Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í gær voru afi og amma Émile Soleil, tveggja ára drengs sem hvarf frá heimili þeirra í Haut-Vernet í Frakklandi sumarið 2023, handtekin grunuð um að hafa orðið honum að bana og falið svo líkið.

Mikið var fjallað um mál drengsins, Émile Soleil, á sínum tíma en hann hvarf þegar hann var í heimsókn hjá afa sínum og ömmu í umræddu þorpi. Í mars 2024 fundust líkamsleifar hans, þar á meðal höfuðkúpa, skammt frá staðnum þar sem hann sást síðast á.

Sjá einnig: Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023

Philippe og Anne Vedovini, sem bæði eru 59 ára, voru handtekin í morgun og færð í varðhald ásamt tveimur börnum sínum sem eru um eða innan við tvítugt. Þá var húsleit gerð á föstum dvalarstað þeirra sem er í nágrenni frönsku borgarinnar Marseille.

Le Parisien greindi frá því í gærkvöldi að lögregla hefði hlerað síma nánustu aðstandenda Émile mánuðum saman áður en hún lét til skarar skríða. Þá greindu fjölmiðlar frá því að yngra barn hjónanna sem var handtekið, 18 ára piltur, hafi verið rifinn úr rúminu sínu í gærmorgun af lögreglumönnum sem ruddust inn gráir fyrir járnum.

Þessar símhleranir virðast hafa gert það að verkum að lögregla er viss í sinni sök um hver réði drengnum bana.

Lögregla hefur gert húsleit á heimili hjónanna og er hestakerra sögð vera á meðal sönnunargagna í málinu. Leikur jafnvel grunur á að kerran hafi verið notuð til að flytja lík Émile eftir andlát hans.

Ekkert hefur verið gefið upp um ástæðu þess að drengnum var ráðinn bani en vænta má þess að frekari upplýsingar komi fram á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi