fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Pressan
Miðvikudaginn 26. mars 2025 04:16

Elon Musk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, eigandi Tesla og yfirmaður DOGE, sem er niðurskurðarsveit Donald Trump, segir að eitt athyglisverðasta dæmið um óráðsíu í fjármálum hins opinbera sé að 9 mánaða barn hafi fengið 100.000 dollara, sem svarar til um 13 milljóna króna, í lán frá ríkinu í gegnum áætlunina „Small Business Administration“.

„Við höfum fundið dæmi um að börn, yngri en 11 ára, hafa fengið lán fyrir samtals 330 milljónir dollar. Yngsti lánþeginn var aðeins níu mánaða,“ sagði Musk.

Pam Bondi, dómsmálaráðherra, brást skjótt við afhjúpun Musk og þakkaði honum fyrir samvinnuna við að koma upp um margvíslegt svindl með fjármuni ríkisins.

Trump þakkaði honum einnig fyrir og sagði að gríðarlegt svindl hafi verið afhjúpað.

En eins og er svo algengt með það sem við kemur Trump og stjórn hans, þá lagði Musk ekki fram neinar sannanir fyrir þessum meintu svikum. Sumir vilja eflaust skrifa það á kostnað þess að Trump og hans fólk er ekki mikið að láta staðreyndir og sannleika þvælast fyrir sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi