Mélanie Jolly, utanríkisráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi að sögn BBC og fordæmdi aftökurnar.
„Það er ekki hægt að afturkalla þær og þetta samræmist ekki grundvallar mannréttindum,“ sagði Jolly.
Hún sagði að Kanadamenn hafi ítrekað hvatt Kínverja til að sýna fjórmenningunum miskunn og hætta aftökum.
Kínverska sendiráðið í Kanada varði aftökurnar á fólkinu, sem var með tvöfalt ríkisfang, og sagði að brot á fíkniefnalöggjöfinni séu alvarleg afbrot og á heimsvísu séu brot á fíkniefnalöggjöfinni talin alvarleg ógn við samfélagið.
Í yfirlýsingu sendiráðsins sagði að Kínverjar hafi alltaf tekið hart á brotum á fíkniefnalöggjöfinni og hafi ekkert umburðarlyndi gagnvart slíkum brotum.
Talsmaður kínverska sendiráðsins hvatti þess utan kanadísk yfirvöld til að virða fullveldi Kína.