fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dularfull stálsmíði á kínverskum ströndum vekur ótta í Taívan

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 04:06

Svona líta þeir út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur mánuðum var ekkert vitað um þetta nema hvað nokkur orð höfðu verið sögð um þetta. En nýlega deildi kínverskur herbloggari ljósmyndum af því sem virðist vera risastórt farartæki á strönd einni í suðausturhluta Kína.

Þegar fyrst var byrjað að tala um þetta hljóðaði sagan þannig að verið væri að smíða þrjú til fimm risastór farartæki í skipasmíðastöð í Guangzhou í suðurhluta Kína.

Íbúar á svæðinu sögðust hafa séð farartækin og sögðu þau vera um 120 metra á lengd og líkjast brú öðru megin og gætu staðið á hafsbotni nokkuð frá ströndinni.

Naval News fjallaði þá um málið og vitnaði í nokkra kínverska heimildarmenn. Málið vakti ekki mikla athygli á alþjóðavettvangi því engar myndir eða annað fylgdi með.

En nú eru myndir og myndbönd komin fram. Byrjað var að birta þetta á samfélagsmiðlum í síðustu viku.

Kínverski herbloggarinn lfx160219, sem er með rúmlega eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Weibo. Myndirnar, sem hann birti, sýna nokkra pramma standa hlið við hlið við strönd á eyjunni Nansan.

Bloggarinn segir að myndirnar sýni „flota pramma sem er hægt að nota við landgöngu á Taívan“.

Hann deildi einnig athugasemdum frá kínverskum notendum WeChat sem ræða hvort prammarnir virka og hversu langt áætlanir um árás á Taívan eru komnar.

Erlendir fjölmiðlar hafa grandskoðað myndirnar og hafa ekki fundið merki um að þær séu falsaðar, gerðar með gervigreind.

Hernaðarsérfræðingurinn H.I. Sutton, sem skrifaði um málið í Naval News í janúar, birti myndirnar á samfélagsmiðlinum Blue Sky og skrifaði: „Ég hata að hafa rétt fyrir mér. Þetta líkist fyrstu myndunum af „innrásarpramma“ Kínverja sem við fjölluðum nýlega um. Sá fremsti getur siglt sjálfur og er minnsta gerðin, sumir eru tvisvar sinnum stærri.“

Hann segir það sem líkist langri brú fremst á prammanum, sem er næst ströndinni, sé ætlað til að ná upp á veg við strönd eða yfir á fast yfirborð að baki strandar.

Myndirnar af prömmunum hafa vakið upp enn meiri áhyggjur á Taívan af fyrirætlunum Kínverja en þeir fara ekki leynt með að þeir ætla að ná Taívan á sitt vald, með góðu eða illu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum