Hann er sakaður um að hafa stolið þessari verðmætu rafmynt 2017 þegar hann vann að rannsókn máls.
Sky News segir að ákæran á hendur Paul Chowles, sem er 42 ára, sé í 15 liðum og snúist um meintan þjófnað á 50 Bitcoin 2017. Þá var verðmæti myntarinnar sem svarar til um 10,5 milljóna íslenskra króna. Verðmæti hennar í dag er sem svarar til 523 milljóna króna.
Málið verður tekið fyrir hjá rétti í Liverpool í apríl.
National Crime Agency kemur að rannsókn alvarlegra og flókinna afbrota þar sem þörf er á mikilli sérfræðiþekkingu.