fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Eiginkona „draugaveiðarans“ handtekin – Bruggaði eiginmanninum launráð

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 04:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Goodwin var nýlega handtekin, grunuð um að hafa bruggað eiginmanni sínum, „draugaveiðaranum“ Aaron Goodwin launráð.

Aaron er einn af fjórum þáttastjórnendum bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar „Ghost Adventures“ sem hefur verið sýnd síðan 2008.

Sky News segir að lögreglan hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Victoria um að láta ráða hann af dögum. Það gerðist þegar lögreglan komst yfir síma Grant Amato, sem situr í fangelsi í Flórída, í október síðastliðinn. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi 2019 fyrir morð af yfirlögðu ráði.

Í skýrslu lögreglunnar í Las Vegas kemur fram að í símanum hafi verið sms og Facebookskilaboð á milli hans og Victoria sem benda til að þau hafi verið ástfangin. Einnig hafi þau rætt um að leggja um 11.500 dollara til hliðar til að greiða leigumorðingja, sem er ekki nafngreindur í skýrslunni, fyrir að myrða Aaron.

Þau ræddu síðan um dvalarstað Aaron og hvernig bíl hann æki.

Í skilaboðunum spyr Victoria meðal annars hvort hún sé slæm manneskja að vilja þetta. Amato spurði á móti af hverju hún haldi það og skrifaði hún þá: „Af því að ég vel að binda enda á tilvist hans, ekki skilja við hann.“

Amato hringdi í leigumorðingjann í byrjun október og sagðist ætla að hringja í Aaron til að villa um fyrir honum.  „Ég verð að vita hvað er í gangi. Geturðu sagt mér stöðu málsins. Hefur þetta verið afgreitt?“

Fangaverðir lögðu hald á símann síðar um daginn.

Lögreglan í Flórída hafði samband við lögregluna í Las Vegas í byrjun mars og lét hana vita af málinu. Victoria var handtekin tveimur dögum síðar. Hún sagði að þau hjónin glímdu við erfiðleika í hjónabandinu en þvertók fyrir að hafa viljað Aaron feigan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón