fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Pressan

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Pressan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 07:30

Umrædd æla. Skjáskot/DR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“, sagði Peter Bennicke um það sem hann fann þegar hann var í göngutúr við Stevns Klint í Danmörku í nóvember.

Danska ríkisútvarpið segir að Bennicke, sem hefur augun alltaf opin fyrir steingervingum, hafi fundið undarlega hrúgu af beinum í steini sem hann fann við Stevns Klint. Í fyrstu taldi hann að þetta væri ekki ýkja merkilegt.

„En þegar ég sat og skoðaði þetta, varð skýrara og skýrara að þetta gæti verið spennandi steingervingur,“ sagði hann.

Hann fór því með hann til Geomuseum Faxe þar sem steinninn var hreinsaður og rannsakaður.

Þetta reyndist vera æla úr fiski sem hafði étið sæliljur og síðan kastað þessari ómeltanlegu máltíð upp. Ælan er 66 milljóna ára gömul. Sem sagt frá því áður en risaeðlurnar dóu út.

Jesper Milán, safnstjóri Geomuseum Faxe, sagði þetta vera mjög spennandi fund og að við getum lært margt af ælunni. „Við getum lært hvaða dýr voru í sjónum á þessum tíma og hvernig þau lifðu og hvað þau átu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sérfræðingar segja að þessi tvö „morgun-einkenni“ geti verið merki um krabbamein

Sérfræðingar segja að þessi tvö „morgun-einkenni“ geti verið merki um krabbamein
Pressan
Í gær

Nokkur ráð til að halda músum frá heimilinu

Nokkur ráð til að halda músum frá heimilinu
Pressan
Í gær

Fimm snemmbúin merki um elliglöp – Þar á meðal eitt sem kemur fram að næturlagi

Fimm snemmbúin merki um elliglöp – Þar á meðal eitt sem kemur fram að næturlagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára stúlka hvarf sporlaust eftir að hafa komist að sannleikanum um dauða móður sinnar

16 ára stúlka hvarf sporlaust eftir að hafa komist að sannleikanum um dauða móður sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað þarf til að teljast ríkur?

Hvað þarf til að teljast ríkur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu