fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Pressan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 17:30

Báturinn var dreginn til hafnar og stendur nú yfir vinna við að bera kennsl á þá sem um borð voru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófögur sjón mætti starfsmönnum strandgæslu sambandsríkisins Sankti Kitts og Nevis í Karíbahafi þegar þeir voru í eftirlitsferð á dögunum.

Úti í miðju hafi fundu þeir bát, sem maraði í hálfu kafi, og um borð í bátnum var fjöldi rotnandi líka. Báturinn var dreginn til hafnar og kom þá í ljós að um borð voru líkamsleifar nítján einstaklinga.

Yfirvöld telja að um hafi verið að ræða flóttamenn frá Vestur-Afríku og virðast að minnsta kosti einhverjir þeirra vera frá Malí.

Er talið að fólkið hafi verið í leit að betra lífi og þeir sem um borð voru hafi einfaldlega dáið úr hungri og vosbúð.

Vinna stendur nú yfir við að bera kennsl á þá sem um borð voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin