fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Pressan
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 13:00

Það er best að kaupa mandarínur í lausu. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarmánuðirnir eru hápunktur mandarínu og klementínuneyslunnar og flestar matvöruverslanir eru með þessa safaríku ávexti á boðstólum og eru þeir yfirleitt seldir í litlu neti.

Netin virðast kannski við fyrstu sýn vera góð aðferð til að geyma ávextina á en það eru þó ákveðnir ókostir við þessa aðferð.

Þetta segir maðurinn, sem stendur að baki hinni vinsælu YouTuberás „Smart Fox“ en hann er í augum margra sérfræðingur í ráðlegginum um eitt og annað varðandi hið daglega líf.

Hann segir að byrja megi á að benda á að þegar mandarínur eru í neti, þá geti þær auðveldlega klemmst saman sem hafi í för með sér að margar þeirra skemmist eftir nokkra daga.

Loftflæði er annar ókostur við netin. Þegar mandarínunum er pakkað þétt í net, þá ná þær ekki að anda almennilega.

Þetta kemur fram í myndbandinu hér fyrir neðan frá „Smart Fox“. Í því kemur fram að ef maður vill láta mandarínurnar endast eins lengi og hægt er, þá sé best að kaupa þær í lausu og geyma í ísskáp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin