Netin virðast kannski við fyrstu sýn vera góð aðferð til að geyma ávextina á en það eru þó ákveðnir ókostir við þessa aðferð.
Þetta segir maðurinn, sem stendur að baki hinni vinsælu YouTuberás „Smart Fox“ en hann er í augum margra sérfræðingur í ráðlegginum um eitt og annað varðandi hið daglega líf.
Hann segir að byrja megi á að benda á að þegar mandarínur eru í neti, þá geti þær auðveldlega klemmst saman sem hafi í för með sér að margar þeirra skemmist eftir nokkra daga.
Loftflæði er annar ókostur við netin. Þegar mandarínunum er pakkað þétt í net, þá ná þær ekki að anda almennilega.
Þetta kemur fram í myndbandinu hér fyrir neðan frá „Smart Fox“. Í því kemur fram að ef maður vill láta mandarínurnar endast eins lengi og hægt er, þá sé best að kaupa þær í lausu og geyma í ísskáp.