fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Pressan
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 11:30

Mynd/GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir kanadísk hjón sem gengu í gegnum hreina martröð þegar þau voru í fríi á Turks- og Caicoseyjum á dögunum.

Hjónin, sem eru á sextugsaldri, voru að busla í sjónum í góða veðrinu þegar hákarl réðst skyndilega á konuna. Mágur konunnar lýsir árásinni á vefnum GoFundMe en óhætt er að segja að um hrollvekjandi lesningu sé að ræða.

„Það sem átti að verða rólegt og endurnærandi frí fyrir bróður minn og konuna hans breyttist í það sem kalla mætti hreina martröð,“ segir hann.

Hann lýsir því að konan hafi farið út í sjóinn þar sem maðurinn hennar var fyrir og dýpið á þessum slóðum hafi ekki náð upp fyrir mitti.

Konan fann fyrst fyrir hákarlinum þegar hann rakst í fætur hennar og beit hana í lærið. „Hann kom svo aftur og þegar hún reyndi að setja báðar hendur fram fyrir sig, til að verjast hákarlinum, beit hann báðar hendurnar af henni – aðra við miðjan framhandlegginn og hina við úlnlið.

Eiginmaður konunnar brást skjótt við og náði að koma sér á milli konunnar og hákarlsins. Hákarlinn fór sína leið í kjölfarið en konan komst á þurrt við illan leik.

Meðfylgjandi mynd er frá söfnuninni á vef GoFundMe og þar sjást nærstaddir reyna að koma konunni til bjargar. Hún lifði árásina sem betur fer af og var flutt með sjúkraflugi til Kanada þar sem hún hefur þegar gengist undir aðgerð.

Árásin átti sér stað þann 7. febrúar síðastliðinn og hefur mágur konunnar hvatt sem flesta til að leggja söfnuninni lið. Þegar þetta er skrifað hafa rúmar tvær milljónir króna safnast fyrir hjónin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Í gær

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada
Pressan
Í gær

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf
Pressan
Í gær

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“