fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Eignaðist barn í neðanjarðarlest í New York – Farþegar komu til aðstoðar

Pressan
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 04:11

New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar í neðanjarðarlest á W-línunni í New York komu 25 ára konu til aðstoðar um hádegisbil á  miðvikudag í síðustu viku þegar hún fékk skyndilega hríðir og ól stúlkubarn skömmu síðar. Naflastrengurinn var skorinn í sundur með vasahníf.

ABC News skýrir frá þessu og segir að konan hafi hrópað á hjálp og hafi aðrir farþegar komið henni til aðstoðar og sett sig í samband við lestarstjórann.

Fæðingin gekk hratt fyrir sig og var nýfædda stúlkan vafin inn í rauða flík um leið og hún var komin í heiminn. Bryanna Brown, sem var farþegi í lestinni, sagði í samtali við ABC News að kona hafi skorið naflastrenginn í sundur með vasahníf. „Við höldum að hún sé ekki læknir eða þess háttar en hún vissi hvað hún átti að gera við þessar aðstæður,“ sagði hún

Lestin var síðan stöðvuð á lestarstöðinni undir stórverslun Macy‘s þar sem sjúkraflutningamenn biðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Í gær

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju er bjór seldur í sixpack?

Af hverju er bjór seldur í sixpack?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“