fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Pressan

Niðurbrotin fjölskylda stefnir hóteli í Las Vegas – Fjölskyldufaðirinn lést einn og yfirgefinn þrátt fyrir augljós veikindi

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda 37 ára gamals manns sem lést í Las Vegas hefur ákveðið að stefna hótelinu þar sem hann fannst látinn.

William Howell fannst látinn á Aria Casino-hótelinu í Las Vegas í ágúst árið 2023. Howell, sem var með sykursýki, hafði ætlað að snúa aftur heim til London en þurfti að yfirgefa flugvélina því blóðsykur hans var of hár og honum leið ekki vel.

Sjúkrabíll var kallaður til og sjúkraliðar staðfestu að Howell var með háan blóðsykur. Sjúkraliðar fluttu hann þó ekki á sjúkrahús til aðhlynningar heldur fengu hann til að skrifa undir pappíra þar sem hann afþakkaði sjúkraflutning. Howell sneri þá aftur á hótelið. Hann var svo slappur þegar hann steig út úr leigubílnum að hann féll til jarðar. Hann fékk lykil að herberginu sínu og starfsmenn hótelsins hjálpuðu honum upp á herbergi og skildu hann svo eftir einan.

Morguninn eftir stóð eiginkona Howell, Emma, á Heathrow-flugvellinum í London. Hún var komin til að sækja mann sinn, enda hafði hún ekki fengið veður af því að Howell hefði ekki flogið heim út af veikindum. Þegar Emmu varð ljóst að Howell var ekki á flugvellinum var haft samband við hótelið. Þá fóru starfsmenn að vitja Howell og fundu hann látinn, 14 tímum eftir að hann sneri aftur á hótelið.

Fjölskylda Howell heldur því fram að hefði Howell fengið rétta læknismeðferð á flugvellinum eða þegar hann sneri aftur á hótelið – þá væri hann líklega lifandi í dag. Þess í stað er Emma ekkja og tveir synir hennar föðurlausir, en hún var ólétt af yngri syni þeirra þegar Howell lést.

Fjölskyldan krefst þjáningarbóta og skaðabóta vegna missis framfæranda. Eins vill hún fá bætur að álitum fyrir meinta vanrækslu hótelsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Faraldurinn breiðist út – „Ég óttast að þetta verði enn verra“

Faraldurinn breiðist út – „Ég óttast að þetta verði enn verra“
Pressan
Í gær

Kanadamenn fordæma aftöku fjögurra Kanadamanna í Kína

Kanadamenn fordæma aftöku fjögurra Kanadamanna í Kína
Pressan
Í gær

Sækir hungur að fyrir háttatímann? Þetta er hægt að borða með góðri samvisku

Sækir hungur að fyrir háttatímann? Þetta er hægt að borða með góðri samvisku
Pressan
Í gær

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknar þú oft á nóttinni? Svefnsérfræðingar gefa góð ráð

Vaknar þú oft á nóttinni? Svefnsérfræðingar gefa góð ráð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að þessi klæðnaður geti verið hættulegur ef neyðarástand kemur upp í flugvél

Sérfræðingur segir að þessi klæðnaður geti verið hættulegur ef neyðarástand kemur upp í flugvél