fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“

Pressan
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 04:10

Bonnie Blue.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og frægt er orðið setti klámstjarnan Bonnie Blue heimsmet í janúar þegar hún stundaði kynlíf með 1.054 körlum á aðeins 12 klukkustundum. Skiptar skoðanir eru á þessu framtaki hennar en hún segist sjálf vera ánægð með þetta og að eiginmaður hennar sé stoltur af henni.

Það er svo sem ekkert nýmæli að fólk sé í opnum samböndum en líklega eru ekki margir sem sætta sig við að makinn leyfi rúmlega 1.000 ókunnugum mönnum að stinga getnaðarlimnum inn í það allra heilagasta á einum degi.

En eftir því sem Bonnie Blue, sem heitir í raun Tia Billinger, sagði í samtali við The Sun þá er eiginmaður hennar, Oliver Davidson, sem hún giftist 2022, stoltur af henni. Ekki nóg með það, því hann aðstoðar hana þegar hún lætur til sín taka á lakinu við framleiðslu myndefnis fyrir OnlyFans síðuna sína.

Tæknilega séð eru þau skilin að borði og sæng en Bonnie Blue segir að starf hennar hafi ekki átt nokkurn þátt í því að þau séu að skilja: „Það er ekki þannig. Við höfum verið skilin að borði og sæng í langan tíma. Hann styður mig enn af miklum krafti og er er mjög stoltur af mér. Ég hef séð greinar, þar sem því er haldið fram að hann vilji ekki kannast við mig en það er ekki þannig. Við erum enn mjög náin. Hann er hluti af teyminu og hann hjálpar mér við að halda utan um þetta. Við vinnum enn saman.“

Fyrir þá sem höfðu hugsað sér að sjá myndbandið af henni stunda kynlíf með 1.054 körlum þá er um seinan að fara inn á OnlyFans til að glápa því búið er að fjarlægja myndbandið. Stjórnendur síðunnar gerðu það og segja að efasemdir séu um að Bonnie hafi haldið sig innan regluverks síðunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Í gær

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada
Pressan
Í gær

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf
Pressan
Í gær

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“