fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Pressan
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsæll rappari gaf sig fram við lögregluna í Malasíu í síðustu viku eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari á hótelherbergi í Kuala Lumpur. Rapparinn er betur þekktur sem Namewee en heitir réttu nafni Wee Meng Chee. Hann gaf sig fram eftir að hann hlaut stöðu sakbornings í málinu og var úrskurðaður í nokkra daga gæsluvarðhald áður en hann var látinn laus gegn tryggingu.

Hin látna heitir Iris Hsieh en hún var 31 árs áhrifavaldur frá Taívan. Aðdáendur hennar þekktu hana sem Hsieh Yu-hsin, eða „hjúkkugyðjuna“, og var hún stödd í Malasíu til að ræða við Namwee um auglýsingu sem hann hafði samþykkt að leikstýra. Þann 22. október fannst hún látin í baðkari og til að byrja með var talið að hún hefði látist af slysförum en nú er málið rannsakað sem manndráp. Talið er að Namewee hafi verið sá seinasti sem sá áhrifavaldinn á lífi.

Rapparinn neitar sök í málinu og sagði í færslu á Instagram að sannleikurinn verði leiddur fram í málinu og muni tala sínu máli. Það var Namewee sem tilkynnti andlátið til lögreglu en hann segist hafa komið að Hsieh látinni. Á hótelherberginu fundust níu töflur sem eru taldar vera fíkniefnið alsæla. Það mun þó ekki hjálpa rapparanum í málinu að hann hafi þvertekið fyrir að nota fíkniefni því nokkur slík mældust í blóði hans í sýnatöku, þar með talið amfetamín, metamfetamín, ketamín og kannabis.

Namewee hefur getið sér gott orð sem rappari, leikari og kvikmyndagerðamaður og nýtur mikilla vinsælda í Kína og Taívan. Hann var þó útilokaður í Kína árið 2021 eftir að hann samdi lag þar sem hann hæddist að kínverskum þjóðernissinnum. Tónlist hans hafði þó áður komið honum í vandræði. Árið 2007 gaf hann út lag þar sem hann gerði grínútgáfu af þjóðsöng Malasíu með frekar grófum texta og árið 2016 endaði hann í nokkurra daga fangelsi fyrir að móðga íslamstrú, opinber trúarbrögð Malasíu, með myndbandi sem hann tók upp í mosku. Árið 2018 var hann aftur handtekinn fyrir að móðga trúna með tónlistarmyndbandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Í gær

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið