
Harold var dæmdur til dauða árið 1990 fyrir nauðgun og morð á hinni 21 árs gömlu Karen Pulley árið 1988. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot.
Föngum í Tennessee sem dæmdir voru til dauða fyrir árið 1999 stendur til boða að velja hvort þeir verði teknir af lífi með banvænni sprautu eða í rafmagnsstól.
Upphaflega stóð til að taka Harold af lífi árið 2020, en aftökunni var frestað vegna Covid-faraldursins. Á þeim tíma hafði hann þegar valið rafmagnsstólinn.
Í frétt AP kemur fram að Harold hafi ekki tilkynnt ákvörðun áður en frestur rann út, og því sé gert ráð fyrir að hann verði tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu. Hann hefur þó enn tvær vikur til að breyta þeirri niðurstöðu og velja rafmagnsstólinn.
Til stendur að taka hann af lífi þann 11. desember næstkomandi.