fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Pressan

Óhugnanlegt barnaverndarmál skekur Svíþjóð – Foreldrar sagðir hafa falið 11 börn sín fyrir yfirvöldum

Pressan
Mánudaginn 6. janúar 2025 07:00

Hér sést staðsetningarbúnaður í yfirhöfn eins barnsins. Mynd:Sænska lögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir saksóknarar hafa gefið út ákæru í mál karls og tveggja kvenna, sem samtals eiga 11 börn, en þau eru grunuð um að hafa falið börnin vítt og breitt um landið til að barnaverndaryfirvöld findu þau ekki.

Þegar barnaverndaryfirvöld ákváðu að börnin skyldu sett í fóstur ákváðu foreldrarnir að láta þau fara í felur. Til að geta fylgst með þeim var staðsetningarbúnaður saumaður í föt þeirra. TT skýrir frá þessu.

Það voru barnaverndaryfirvöld í þremur sveitarfélögum sem ákváðu að börnin skyldu sett í fóstur. Ekki kemur fram í umfjöllun TT hvenær sú ákvörðun var tekin eða á hvaða grundvelli hún var tekin.

En barnaverndaryfirvöld gripu í tómt þegar taka átti börnin frá foreldrunum. Þeir höfðu komið þeim fyrir á ýmsum stöðum í Svíþjóð.

Börnin gengu ekki í skóla og höfðu ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu á meðan á þessu stóð.

Snemma í apríl á síðasta ári bönkuðu þrjár barnungar stúlkur upp á í húsi einu í Dalsland. Þetta var um miðja nótt og voru stúlkurnar léttklæddar og ískaldar. Þær sögðu húsráðendum að þær væru á flótta og sögðu þær að þeim hefði verið haldið föngnum mánuðum saman.

Dagens Nyheter segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan fundið staðsetningarbúnað, sem hafði verið saumaður inn í fatnað barnanna. Oscar Johansson, saksóknari, sagði að með þessu hafi foreldrarnir viljað geta fundið börnin ef lögreglan eða barnaverndaryfirvöld fyndu þau og flyttu á nýjan stað.

Johansson sagði að einnig hafi fundist staðsetningarbúnaður í sumum bílanna sem barnaverndaryfirvöld nota.

Börnin eru nú öll í umsjá barnaverndaryfirvalda og fá foreldrar þeirra ekki að vita hvar þau eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá