fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Pressan
Föstudaginn 31. janúar 2025 17:30

Þýska þinghúsið, Bundestag. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á að vísa öllum „ólöglegum innflytjendum“ frá við landamærin, líka þeim sem sækja um hæli. Þetta sagði Friedrich Merz, leiðtogi hins íhaldssama þýska stjórnmálaflokks CDU. Miðað við skoðanakannanir, þá stefnir í sigur flokks hans í þingkosningunum í febrúar og hann á raunhæfan möguleika á að verða næsti kanslari landsins.

Það er því engin furða að orðum hans sé veitt athygli í Evrópu. Með orðum sínum segir Merz að grundvallarbreyting verði að eiga sér stað á reglum ESB varðandi flóttafólk og innflytjendur. Hann er ekki einn um þessa skoðun.

Danmörk vinnur nú að því með Hollandi og Ítalíu að fá fleiri ESB-ríki til að styðja hertar reglur varðandi flóttafólk og hælisleitendur.

Með orðum sínum lýsti Merz því yfir að þetta sé ófrávíkjanlega krafa af hans hálfu og að hann muni ekki víkja frá henni þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum.

Samkvæmt stjórnarskránni, þá hefur kanslarinn heimild, eins og Bandaríkjaforseti, til að gefa út tilskipanir án þess að öll stjórn hans standi á bak við þær. Merz hefur í hyggju að gefa út tilskipun um að landamæraeftirlit verði tekið upp á öllum landamærum Þýskalands og að öllum, sem ætla sér að komast ólöglega inn í landið, verði vísað frá án undantekninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin