fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Pressan
Föstudaginn 3. janúar 2025 04:24

Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, fór í gegnum vægast sagt blóðugt ár á síðasta ári og hefur óhugnanlegan fjölda mannslífa á samviskunni. En það hefur hins vegar væntanlega farið framhjá flestum hversu góðum árangri forsetinn náði í íþróttum.

Frammistaða hans í íþróttum var frábær á síðasta ári, að minnsta kosti ef maður spyr Mikhail Degtyarev, íþróttamálaráðherra og forseta ólympíunefndarinnar.

„Vladímír Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Hann er aðalþjálfari okkar. Enginn hefur gert jafn mikið og gerði fyrir íþróttir á árinu 2024 og engin mun gera það í framtíðinni,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina Rossiya 24.

Það hefur svo sem lengi verið vitað að Pútín er íþróttaáhugamaður. Hann hefur mikinn áhuga á ísknattleik og spilar sjálfur og það sama gildir um júdó en hann hefur unnið til margra verðlauna í júdó.

Það má segja að svört ský hangi yfir íþróttamanni ársins. Meðal annars vegna lyfjamisnotkunar rússneskra íþróttamanna í aðdraganda vetrarólympíuleikanna 2014 en þar stóð ríkisvaldið á bak við skipulagða lyfjamisnotkun íþróttamannanna.

Þetta auk hliðaráhrifa innrásarinnar í Úkraínu hefur gert samkeppnina um titilinn sem íþróttamaður ársins mjög litla því rússneskum íþróttamönnum er að mestu meinað að keppa á alþjóðlegum mótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá