fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Pressan

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 09:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir læknar í Malasíu hafa verið dæmdir til að greiða fjölskyldu konu, sem blæddi út, sem svarar til 170 milljóna íslenskra króna í bætur. Læknarnir yfirgáfu hana á sjúkrabeði til að fara á barinn að fá sér drykk.

Punitha Mohan, 36 ára, lést í janúar 2019 skömmu eftir að hún ól annað barn sitt á sjúkrahúsi í Selangor. Blæðing af völdum fæðingarinnar varð henni að bana.

The Independent segir að hæstiréttur Malasíu hafi í síðustu viku dæmt læknana og þrjá hjúkrunarfræðinga, sem voru á vakt, til vanrækslu í starfi. Vanrækslu sem varð konunni að bana.

Læknarnir voru fundnir sekir um að hafa ekki gengið úr skugga um að konan væri úr allri hættu áður en þeir yfirgáfu sjúkrahúsið. Þeir voru báðir með áralanga reynslu við fæðingarhjálp.

Í dómsorði kemur fram að þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef læknarnir hefðu sinnt starfi sínu af ábyrgð.

Læknarnir voru dæmdir til að greiða fjölskyldu konunnar sem svarar til 170 milljóna íslenskra króna í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtaka í tengslum við 20 ára morðmál

Handtaka í tengslum við 20 ára morðmál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskum leikara var rænt – Málið vekur athygli á óhugnanlegum iðnaði í Mjanmar

Kínverskum leikara var rænt – Málið vekur athygli á óhugnanlegum iðnaði í Mjanmar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk Musk lokar á tölvuaðgang embættisfólks

Starfsfólk Musk lokar á tölvuaðgang embættisfólks
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok
Pressan
Fyrir 4 dögum

Byssumaðurinn í Svíþjóð: „Hann var einfari“

Byssumaðurinn í Svíþjóð: „Hann var einfari“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi