Punitha Mohan, 36 ára, lést í janúar 2019 skömmu eftir að hún ól annað barn sitt á sjúkrahúsi í Selangor. Blæðing af völdum fæðingarinnar varð henni að bana.
The Independent segir að hæstiréttur Malasíu hafi í síðustu viku dæmt læknana og þrjá hjúkrunarfræðinga, sem voru á vakt, til vanrækslu í starfi. Vanrækslu sem varð konunni að bana.
Læknarnir voru fundnir sekir um að hafa ekki gengið úr skugga um að konan væri úr allri hættu áður en þeir yfirgáfu sjúkrahúsið. Þeir voru báðir með áralanga reynslu við fæðingarhjálp.
Í dómsorði kemur fram að þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef læknarnir hefðu sinnt starfi sínu af ábyrgð.
Læknarnir voru dæmdir til að greiða fjölskyldu konunnar sem svarar til 170 milljóna íslenskra króna í bætur.