Þá voru textaskilaboð send úr farsíma Henrietta. Hún sendi þá skilaboð til leigusalans, sem þær leigðu af í Aberdeen, og sagði að þær myndu ekki koma aftur. Síðan virðist sem slökkt hafi verið á símanum því farsímasendar hafa ekki numið nein merki frá honum síðan.
Lögreglan ákvað að skýra frá skilaboðunum þar sem hún er komin í öngstræti við rannsóknina á hvarfi þessara 32 ára tvíburasystra. Þær eru frá Ungverjalandi en hafa búið í Skotlandi undanfarin 10 ár.
Lögreglan segir að síðast hafi sést til systranna á brú yfir ána Dee að vitað sé að þær voru einnig á henni fyrr um daginn. Þetta sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum.
Klukkan 02.50 aðfaranótt 6. janúar stóðu þær á brúnni og segja vitni að þær hafi verið þar í um fimm mínútur en síðan hafi þær gengið á brott.
Leigusali þeirra fann eigur þeirra þann 8. janúar og gerði lögreglunni þá viðvart.
Talsmaður lögreglunnar segir að ekki sé talið að neitt glæpsamlegt liggi að baki hvarfi systranna.