fbpx
Mánudagur 17.febrúar 2025
Pressan

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Pressan
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 12:26

Elon Musk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, ríkasti maður heims og stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur svarað fyrir það sem sumir vilja meina að hafi verið „nasistakveðja“ hans á samkomu sem Repúblikanar héldu í kjölfar innsetningarathafnar forsetans.

Þar sendi hann áhorfendum kveðju með handahreyfingu sem mörgum þótti minna á nasistakveðjuna sem Adolf Hitler gerði fræga. Hafa margir stokkið til og gagnrýnt Musk harðlega.

Sjá einnig: Heilsaði Elon Musk að nasistasið?

Musk svaraði fyrir sig á eigin samfélagsmiðli, X, þar sem hann sagði að andstæðingar hans þyrftu að finna „betri skítabrögð“ (e. dirty tricks) en þetta til að taka hann niður. Þá væri það orðið hrikalega þreytt að líkja öllum við Hitler.

Anti Defamation-League, samtök sem berjast gegn gyðingaandúð og sem hafa gagnrýnt Musk í gegnum tíðina, komu honum til varnar og sögðu að svo virtist sem Musk hafi gert sig sekan um „skrýtna handabendingu í hita leiksins“ frekar en að hann hafi ætlað að nota nasistakveðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað þarf til að teljast ríkur?

Hvað þarf til að teljast ríkur?
Pressan
Í gær

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Misvísandi skilaboð frá Bandaríkjunum um Úkraínustríðið – Segjast nú ekki útiloka aðild Úkraínu að NATO

Misvísandi skilaboð frá Bandaríkjunum um Úkraínustríðið – Segjast nú ekki útiloka aðild Úkraínu að NATO
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu augnablikið þegar dróna var flogið á kjarnorkuverið í Tsjernobyl í nótt

Sjáðu augnablikið þegar dróna var flogið á kjarnorkuverið í Tsjernobyl í nótt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar í skýjunum og segja Trump hafa gefið skotleyfi á Evrópu – „Þið getið gleymt því að Bandaríkin komi ykkur til varna“

Rússar í skýjunum og segja Trump hafa gefið skotleyfi á Evrópu – „Þið getið gleymt því að Bandaríkin komi ykkur til varna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Munchen í morgun – Þetta vitum við um hinn grunaða

Harmleikurinn í Munchen í morgun – Þetta vitum við um hinn grunaða