Hann segir að jarðskjálfti upp á 10 muni ríða yfir Bandaríkin og verða miklum fjölda fólks að bana. Hann segir að skjálftinn muni eiga upptök sín á New Madrid misgenginu sem nær yfir Missouri, Arkansas, Tennessee, Kentucky og Illinois.
Metro segir að þegar hann hafi lýst því sem hann sá, hafi hann sagt: „Hann var svo öflugur, 1.800 manns létust með fram misgenginu. Húsin, hrundu algjörlega til grunna.“
Hann sagði einnig að skjálftinn, sem hann sá í sýn sinni, hafi verið svo öflgur að þegar hann reið yfir hafi Mississippi áin byrjað að renna í aðra átt.
Hvað varðar tímasetningu skjálftans þá sagði hann að hann muni ríða yfir þremur dögum áður en reynt verður að skipta Jerúsalem upp með tveggja ríkja lausninni.
Öflugasti jarðskjálftinn, sem mælst hefur, var Valdiviaskjálftinn sem reið yfir Chile 1960. Hann var 9,5 stig.
Vísindamenn segja að ef skjálfti upp á 10 ríði yfir, þá verði það að eiga sér stað á misgengi sem er að minnsta kosti 10.000 kílómetrar á lengd. New Madrid misgengið er aðeins 241 kílómetri á lengd.