fbpx
Mánudagur 17.febrúar 2025
Pressan

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 04:17

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandon Dale Biggs, prestur í Oklahoma í Bandaríkjunum, segist hafa spáð rétt fyrir um morðtilræðið við Donald Trump í haust. Hann segist hafa birt myndband á netinu, með spádómnum, þremur mánuðum áður en reynt var að ráða Trump af dögum. Nú hefur hann sett fram nýjan spádóm sem verður að teljast hryllileg framtíðarsýn.

Hann segir að jarðskjálfti upp á 10 muni ríða yfir Bandaríkin og verða miklum fjölda fólks að bana. Hann segir að skjálftinn muni eiga upptök sín á New Madrid misgenginu sem nær yfir Missouri, Arkansas, Tennessee, Kentucky og Illinois.

Metro segir að þegar hann hafi lýst því sem hann sá, hafi hann sagt: „Hann var svo öflugur, 1.800 manns létust með fram misgenginu. Húsin, hrundu algjörlega til grunna.“

Hann sagði einnig að skjálftinn, sem hann sá í sýn sinni, hafi verið svo öflgur að þegar hann reið yfir hafi Mississippi áin byrjað að renna í aðra átt.

Hvað varðar tímasetningu skjálftans þá sagði hann að hann muni ríða yfir þremur dögum áður en reynt verður að skipta Jerúsalem upp með tveggja ríkja lausninni.

Öflugasti jarðskjálftinn, sem mælst hefur, var Valdiviaskjálftinn sem reið yfir Chile 1960. Hann var 9,5 stig.

Vísindamenn segja að ef skjálfti upp á 10 ríði yfir, þá verði það að eiga sér stað á misgengi sem er að minnsta kosti 10.000 kílómetrar á lengd. New Madrid misgengið er aðeins 241 kílómetri á lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað þarf til að teljast ríkur?

Hvað þarf til að teljast ríkur?
Pressan
Í gær

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Misvísandi skilaboð frá Bandaríkjunum um Úkraínustríðið – Segjast nú ekki útiloka aðild Úkraínu að NATO

Misvísandi skilaboð frá Bandaríkjunum um Úkraínustríðið – Segjast nú ekki útiloka aðild Úkraínu að NATO
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu augnablikið þegar dróna var flogið á kjarnorkuverið í Tsjernobyl í nótt

Sjáðu augnablikið þegar dróna var flogið á kjarnorkuverið í Tsjernobyl í nótt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar í skýjunum og segja Trump hafa gefið skotleyfi á Evrópu – „Þið getið gleymt því að Bandaríkin komi ykkur til varna“

Rússar í skýjunum og segja Trump hafa gefið skotleyfi á Evrópu – „Þið getið gleymt því að Bandaríkin komi ykkur til varna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Munchen í morgun – Þetta vitum við um hinn grunaða

Harmleikurinn í Munchen í morgun – Þetta vitum við um hinn grunaða