fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Rússland og Kína hefja samstarf um þróun gervigreindar

Pressan
Föstudaginn 10. janúar 2025 05:35

Gervigreind stýrir söguþræðinum í Terminator þar sem Arnold Schwarzenegger leikur aðalhlutverkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsiaðgerðir Vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa komið í veg fyrir að rússnesk fyrirtæki geti fengið sérstakar örflögur til að nota við þróun gervigreindar. Nú bregðast Rússar við þessu með því að þróa gervigreind í samvinnu við Kínverja.

Kína er meðal þeirra ríkja sem lengst eru komin í þróun gervigreindar og nú hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, gefið ríkisstjórn sinni og Sberbank, sem er stærsti banki landsins, fyrirmæli um að vinna að þróun gervigreindar í samvinnu við Kínverja. Sberbank er í fararbroddi í vinnu Rússa við þróun gervigreindar.

Reuters segir að Pútín hafi sagt að bankinn og ríkisstjórnin eigi að „tryggja aukna samvinnu við Kína um rannsóknir á sviði tækni og þróunar gervigreindar“.

Rússar virðast eiga í vandræðum með að halda í við þau ríki sem eru leiðandi í notkun og þróun gervigreindar en auk Kína eru það Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Singapúr.

German Gref, fyrrum efnahagsráðherra Rússlands og núverandi bankastjóri Sberbank, sagði 2023 að Rússar ættu í erfiðleikum með að finna eitthvað sem gæti komið í stað GPU-örflögunnar sem er notuð við þróun gervigreindar.

Reuters segir að ástæðan fyrir þessu, sé refsiaðgerðir Vesturlanda gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Refsiaðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir að Rússar komist yfir tæknibúnað sem er hægt að nota í stríðinu.

Stærstu framleiðendur örflaga hafa hætt sölu til Rússlands og það hefur komið mjög illa niður á þróun gervigreindar í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“